sunnudagur, júlí 23, 2006

Kátir dagar koma og fara

Í gær renndum við Svava upp á Skaga til að skoða steinasafnið í MInjasafninu í Görðum. Það var jafngaman og alltaf áður að koma inn og skoða alla þessa fallegu steina. Ég get aldrei stillt mig um að snerta þá. Einhvern veginn kalla þeir á að maður renni fingrunum eftir þeim. Í sýningarkassa í safninu var armband eftir Dýrfinnu Torfadóttur sem heillaði mig alveg og við keyrðum niður í búð sem heitir Módel til að athuga hvort hún ætti svoleiðis armbönd til. Því miður átti hún þau ekki en ég áttaði mig fljótt á að sennilega kosta þau um 20.000 kr. Ég þarf að fara nokkra Gullna hringi áður en ég get borgað fyrir svoleiðis dýrindi. Eftir flækinginn fórum við í kaffi til Gurríar sem leit mjög vel út. Sólin að undanförnu hefur nægt til þess að hún er orðin útitekin og það klæðir hana einstaklega vel. Kaffið var einstaklega gott eins og alltaf, eðalkaffi hjá Kaffi-Gurrí, hvað annað. Aumingja Gurrí þarf að fara aftur í vinnuna bráðum en ég á enn eftir meira en helminginn af fríinu mínu. Jíbbí Kóla. Freyja var ákaflega prúð og stillt í ferðalaginu ef undanskilið er augnablikið þegar hún hitti Tomma (kisuna hennar Gurríar) og gelti á hann. Ég hundskammaði hundkvikindið og hún skammaðist sín í örfáar mínútur. Á heimleiðinni stoppuðum við Svava við litla tjörn og skoðuðum toppandarkollu með níu unga. Hún var æðisleg.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, ormurinn þinn. Þú átt allan ágúst og allan september eftir en ég fer að vinna eftir rúma viku!!! Skammmmm ;)
Takk fyrir komuna og innflutningsgjöfina, það var algjört æði að fá ykkur. Nú þarf ég bara að fara að kynnast Möggu og fá hana í heimsókn ... er hún kannski leiðinlega systirin? hehehehe ... (djók)

7:08 e.h.  
Blogger Svava said...

:-) Þetta var stuð í alla staði. Þó svo að Freyja reyndi að éta kisu. Verst var að fá ekki að knúsa Tomma að vild, fékk þó aðeins athygli frá honum þegar ég kíkti á klósettið.

4:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja engilshunang! Hvað er að frétta af þér? Leiðsögn nýlega eða bara legið í leti? Miss jú verrí möts mæ darlíng.
Dissaði þig í djóki á blogginu mínu, múahahahahha ... en þú hafir rétt fyrir þar eins og alltaf! :)

9:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home