sunnudagur, ágúst 27, 2006

Undarlegt innræti

Þær systur mínar, Svava og Helen, voru með mömmu í sumarbústað um síðustu helgi og þar vildi svo illa til að gamla konan læstist inn á klósetti. Hún var búin að banka og berja á hurðina ansi lengi en það eina sem Svövu datt í hug var að kalla og spyrja hvort hún væri búin að stofnsetja smíðaverkstæði í bústaðnum. Það var Salka, litla fósturbarnið hennar Helen, sem loks kveikti á því að gamla konan væri læst inni og kæmist ekki út. Þær systur reyndu vissulega að hjálpa henni út en þær hlógu sig máttlausar á meðan og það sem Svövu fannst allra nauðsynlegast við þessar aðstæður var að hringja í Svanhildi svo hún gæti nú hlegið jafndátt að óförum móður sinnar. Ég man varla eftir nokkru einu atviki sem lýsir innræti okkar systra betur en einmitt þetta. Ég og Magga vorum ekki með í skemmtuninni eingöngu vegna þess að Magga var erlendis og það náðist ekki í mig.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þið eruð svo yndisleg kvikindi systurnar! Er kvikindi ekki annars gæluorð í fjölskyldunni ...?
Kíktu á blöncublogg:
blog.central.is/blanca

8:51 e.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Jú. elsku Hrund mín. Kvikindi er ákaflega algengt gækuyrði í fjölskyldunni og hið sama má segja um ýmis önnur miður falleg ónefni. Þetta er stórundarlegt fólk.

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjörar skepnur!!! En ég elska ykkur samt!

9:57 f.h.  
Blogger Svava said...

Við flissuðum bara ég og Helen. Veit að aðrar systur hefðu hlegið hærra :-)

11:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur löngum gramist hvað ég virðist missa af mörgu skemmtilegu þegar ég er erlendis. En þó aldrei eins og nú! Til allrar hamingju hef ég þó fjörugt ímyndunarafl og sé svo ljóslifandi fyrir mér þennan gleðilega atburð.

magga

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er Magga sem sagt líka skepna? Hún sem virkaði svo góðleg á mig í afmælinu! Svo bregðast krosstré ...

9:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home