Sérstætt sparnaðaráð
Undanfarin ár hef ég keypt talsvert af fatnaði á Netinu. Netverslun Long Tall Sally er sérsniðin að þörfum kvenna sem hafa lengri útlimi en gengur og gerist og það hentar mér því einstaklega vel. Eftir að nýja Apple-tölvan kom á heimilið bregður hins vegar svo við að ég get ekki greitt vörurnar til að fá þær sendar hingað heim. Ég kemst svo langt að velja föt í shopping bag en síðan situr allt fast. Ég hef grun um að Guðmundur hafi komist í tölvuna eða þá að hún af einhverjum ástæðum hefur skipað sér í lið með honum ákveðin í að draga úr útgjöldum heimilisins.
4 Comments:
Makkinn getur stundum hegðað sér svona á sumum vefsíðum.
Oft er lausnin bara að prófa annan vafra. Ef þú ert að nota Safari, prófaðu þá Firefox (fæst ókeypis á netinu) eða Explorer.
Ég hef enn ekki rekist á vefsíðu sem virkar ekki með einhverjum af þessum. :)
Þakka þér fyrir þetta kæri farfugl. Þín ráð hafa áður reynst notadrjúg.
Ég hef Gumma sterklega grunaðann , go Gummi , spurning um að gá að fleiri tækjum sem hann gæti verið búinn að "rigga "
Já, Gummi er ofarlega á lista yfir grunaða :-) Firefox er víst mjög góður vafri, prófaðu hann endilega.
Skrifa ummæli
<< Home