Leti- og vætulíf
Ég hef legið í leti það sem af er helginni Freyju til mikillar ógleði. Hún gerði sitt besta til að draga mig út úr húsi í gær en ég reyndi árangurslaust að telja henni trú um að ekki væri hundi út sigandi. Hún horfði bara á mig með hyldjúpri fyrirlitningu og svipurinn sagði: Hnuh! Svona tíkargjóla stöðvar ekki nokkurn hund. Ég kom mér samt undan löngum göngutúrum með því að lofa henni frelsi og fjöri í Heiðmörkinni í dag. Nú sársé ég eftir þessu fljótfærnislega loforði sem ég verð víst að standa við. Það er þó huggun harmi gegn að í dag mun ég bara vökna og enginn er verri þótt hann vökni. Í gær hefði ég orðið eins og vindþurrkaður harðfiskur og rennblaut í ofanálag.
1 Comments:
Freyja er greinilega harður húsbóndi. Þessi elska. Kemurðu ekki bráðum með hana og Svövu í heimsókn? Er farin að sakna ykkar allra allsvakalega!!!
Kettirnir bíða spenntir eftir Freyju, eru búnir að æfa sig á margs konar brögðum til að beita hana ... eða þannig. Nei, ætli ég loki þá ekki bara einhvers staðar inni, eins og síðast.
Skrifa ummæli
<< Home