Bjór og Parkinsons-veiki
Mín elskulega, elsta systir var í heimsókn um daginn. Gummi kom gangandi inn í eldhús þar sem við sátum með pilsner-dós í hönd. Ég gat ekki stillt mig um að láta flakka eitthvert snjallyrðið svo ég sagði: Sko sérðu hvað ég þarf að búa við. Sullandi í bjór á miðjum degi. Ég var að vona að þú tækir ekki eftir þessu. Margrét svaraði að bragði: Auðvitað tók ég eftir þessu. Annað hvort var maðurinn fullur eða með Parkinsons-veiki.
1 Comments:
Ég veðjaði alltaf á Parkisonsveikina, en eftir á að hyggja er bjórinn sennilegri skýring.
Skrifa ummæli
<< Home