Andrinn minn er 26 ára í dag. Þorgerður Katrín og Kjartan Gunnarsson eiga líka afmæli í dag. Á suma er meira lagt en aðra. Fátt er t.d. tengt við minn afmælisdag annað en sú staðreynd að hann er þjóðhátíðardagur Kínverja.
Hér eru atburðir sem gerðust 1. október skv. Wikipedia
1786 - Presturinn á Miklabæ í Skagafirði, Oddur Gíslason, hvarf á heimleið á milli bæja. Talið var að Miklabæjar-Sólveig hefði gengið aftur og komið honum fyrir. 1846 - Nýtt skólahús Lærða skólans í Reykjavík var vígt og skólinn settur þar í fyrsta skipti eftir flutninginn frá Bessastöðum. 1874 - Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa undir stjórn Þóru Melsteð. 1880 - Fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi tók til starfa á Möðruvöllum í Hörgárdal og var þá haldið upp á endurreisn skólahalds á Norðurlandi. 1883 - Í Reykjavík var vígt nýtt barnaskólahús, hlaðið úr höggnu grágrýti. Þetta hús varð síðar pósthús og enn síðar lögreglustöð og stendur enn við Pósthússtræti. 1908 - Kennaraskólinn tók til starfa í Reykjavík undir stjórn Magnúsar Helgasonar. 1933 - Ásta Magnúsdóttir varð fyrsta kona til að gegna opinberu embætti á Íslandi er hún var skipuð ríkisféhirðir og gegndi þeirri stöðu í aldarfjórðung. 1944 - Haldin var minningarguðsþjónusta í Hvalsneskirkju til að minnast þess að 300 ár voru liðin frá því er Hallgrímur Pétursson var vígður til þjónustu þangað. 1947 - Tekin var upp skömmtun á ýmsum nauðsynjavarningi, eins og kornvöru, kaffi, sykri, búsáhöldum og hreinlætisvörum, vatnsfötum og brjóstahöldum, svo að fátt eitt sé nefnt. Tilgangurinn var sá að spara gjaldeyri. 1952 - Tekið var upp það nýmæli að hljóðrita ræður alþingismanna, sem áður höfðu verið hraðritaðar jafnóðum af þingskrifurum. 1955 - Fyrsta kjörbúðin var opnuð í Reykjavík, Liverpool í Austurstræti. 1977 - Stofnuð voru Samtök áhugafólks um áfengisvandmálið, SÁÁ. 1979 - Lögræðisaldur (fjárræði) var lækkaður úr 20 árum í 18 ár. 1979 - Mesta mælda sólarhringsúrkoma hér á landi mældist á Kvískerjum í Öræfum, 243 millimetrar á einum sólarhring. 1981 - Ökumenn og farþegar í framsæti bifreiða voru skyldaðir til þess að spenna öryggisbeltin við akstur á vegum. Um leið var heimilað að aka reiðhjólum á gangstéttum og stígum. 1982 - Morgunblaðið birti fyrstu símsendu litmyndina frá opnun fjármálamiðstöðvar í London og voru þá rúmlega 23 ár frá því að sama blað birti fyrstu símsendu myndina hér á landi. 1987 - Sjónvarpið hóf að senda út á fimmtudögum jafnt sem aðra daga, en fram að þessu höfðu fimmtudagar verið sjónvarpslausir.
Til hamingju með daginn um daginn Steingerður mín hef ekki farið inn hér nokkuð lengi-gott að muna daginn þinn, fyrir mig- daginn á undan ektamakanum mínum-og tveim dögum á undan litlu systur minni-, kveðja Alma
2 Comments:
Hér eru atburðir sem gerðust 1. október skv. Wikipedia
1786 - Presturinn á Miklabæ í Skagafirði, Oddur Gíslason, hvarf á heimleið á milli bæja. Talið var að Miklabæjar-Sólveig hefði gengið aftur og komið honum fyrir.
1846 - Nýtt skólahús Lærða skólans í Reykjavík var vígt og skólinn settur þar í fyrsta skipti eftir flutninginn frá Bessastöðum.
1874 - Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa undir stjórn Þóru Melsteð.
1880 - Fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi tók til starfa á Möðruvöllum í Hörgárdal og var þá haldið upp á endurreisn skólahalds á Norðurlandi.
1883 - Í Reykjavík var vígt nýtt barnaskólahús, hlaðið úr höggnu grágrýti. Þetta hús varð síðar pósthús og enn síðar lögreglustöð og stendur enn við Pósthússtræti.
1908 - Kennaraskólinn tók til starfa í Reykjavík undir stjórn Magnúsar Helgasonar.
1933 - Ásta Magnúsdóttir varð fyrsta kona til að gegna opinberu embætti á Íslandi er hún var skipuð ríkisféhirðir og gegndi þeirri stöðu í aldarfjórðung.
1944 - Haldin var minningarguðsþjónusta í Hvalsneskirkju til að minnast þess að 300 ár voru liðin frá því er Hallgrímur Pétursson var vígður til þjónustu þangað.
1947 - Tekin var upp skömmtun á ýmsum nauðsynjavarningi, eins og kornvöru, kaffi, sykri, búsáhöldum og hreinlætisvörum, vatnsfötum og brjóstahöldum, svo að fátt eitt sé nefnt. Tilgangurinn var sá að spara gjaldeyri.
1952 - Tekið var upp það nýmæli að hljóðrita ræður alþingismanna, sem áður höfðu verið hraðritaðar jafnóðum af þingskrifurum.
1955 - Fyrsta kjörbúðin var opnuð í Reykjavík, Liverpool í Austurstræti.
1977 - Stofnuð voru Samtök áhugafólks um áfengisvandmálið, SÁÁ.
1979 - Lögræðisaldur (fjárræði) var lækkaður úr 20 árum í 18 ár.
1979 - Mesta mælda sólarhringsúrkoma hér á landi mældist á Kvískerjum í Öræfum, 243 millimetrar á einum sólarhring.
1981 - Ökumenn og farþegar í framsæti bifreiða voru skyldaðir til þess að spenna öryggisbeltin við akstur á vegum. Um leið var heimilað að aka reiðhjólum á gangstéttum og stígum.
1982 - Morgunblaðið birti fyrstu símsendu litmyndina frá opnun fjármálamiðstöðvar í London og voru þá rúmlega 23 ár frá því að sama blað birti fyrstu símsendu myndina hér á landi.
1987 - Sjónvarpið hóf að senda út á fimmtudögum jafnt sem aðra daga, en fram að þessu höfðu fimmtudagar verið sjónvarpslausir.
Til hamingju með daginn um daginn Steingerður mín hef ekki farið inn hér nokkuð lengi-gott að muna daginn þinn, fyrir mig- daginn á undan ektamakanum mínum-og tveim dögum á undan litlu systur minni-,
kveðja Alma
Skrifa ummæli
<< Home