miðvikudagur, október 04, 2006

Af heimsins óréttlæti

Andrinn minn er 26 ára í dag. Þorgerður Katrín og Kjartan Gunnarsson eiga líka afmæli í dag. Á suma er meira lagt en aðra. Fátt er t.d. tengt við minn afmælisdag annað en sú staðreynd að hann er þjóðhátíðardagur Kínverja.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Hér eru atburðir sem gerðust 1. október skv. Wikipedia

1786 - Presturinn á Miklabæ í Skagafirði, Oddur Gíslason, hvarf á heimleið á milli bæja. Talið var að Miklabæjar-Sólveig hefði gengið aftur og komið honum fyrir.
1846 - Nýtt skólahús Lærða skólans í Reykjavík var vígt og skólinn settur þar í fyrsta skipti eftir flutninginn frá Bessastöðum.
1874 - Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa undir stjórn Þóru Melsteð.
1880 - Fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi tók til starfa á Möðruvöllum í Hörgárdal og var þá haldið upp á endurreisn skólahalds á Norðurlandi.
1883 - Í Reykjavík var vígt nýtt barnaskólahús, hlaðið úr höggnu grágrýti. Þetta hús varð síðar pósthús og enn síðar lögreglustöð og stendur enn við Pósthússtræti.
1908 - Kennaraskólinn tók til starfa í Reykjavík undir stjórn Magnúsar Helgasonar.
1933 - Ásta Magnúsdóttir varð fyrsta kona til að gegna opinberu embætti á Íslandi er hún var skipuð ríkisféhirðir og gegndi þeirri stöðu í aldarfjórðung.
1944 - Haldin var minningarguðsþjónusta í Hvalsneskirkju til að minnast þess að 300 ár voru liðin frá því er Hallgrímur Pétursson var vígður til þjónustu þangað.
1947 - Tekin var upp skömmtun á ýmsum nauðsynjavarningi, eins og kornvöru, kaffi, sykri, búsáhöldum og hreinlætisvörum, vatnsfötum og brjóstahöldum, svo að fátt eitt sé nefnt. Tilgangurinn var sá að spara gjaldeyri.
1952 - Tekið var upp það nýmæli að hljóðrita ræður alþingismanna, sem áður höfðu verið hraðritaðar jafnóðum af þingskrifurum.
1955 - Fyrsta kjörbúðin var opnuð í Reykjavík, Liverpool í Austurstræti.
1977 - Stofnuð voru Samtök áhugafólks um áfengisvandmálið, SÁÁ.
1979 - Lögræðisaldur (fjárræði) var lækkaður úr 20 árum í 18 ár.
1979 - Mesta mælda sólarhringsúrkoma hér á landi mældist á Kvískerjum í Öræfum, 243 millimetrar á einum sólarhring.
1981 - Ökumenn og farþegar í framsæti bifreiða voru skyldaðir til þess að spenna öryggisbeltin við akstur á vegum. Um leið var heimilað að aka reiðhjólum á gangstéttum og stígum.
1982 - Morgunblaðið birti fyrstu símsendu litmyndina frá opnun fjármálamiðstöðvar í London og voru þá rúmlega 23 ár frá því að sama blað birti fyrstu símsendu myndina hér á landi.
1987 - Sjónvarpið hóf að senda út á fimmtudögum jafnt sem aðra daga, en fram að þessu höfðu fimmtudagar verið sjónvarpslausir.

8:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn um daginn Steingerður mín hef ekki farið inn hér nokkuð lengi-gott að muna daginn þinn, fyrir mig- daginn á undan ektamakanum mínum-og tveim dögum á undan litlu systur minni-,
kveðja Alma

3:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home