Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki veiða hvali?
Bandaríkjamenn vilja hefja viðræður við Íslendinga um nýhafnar hvalveiðar okkur og að undanförnu hef ég heyrt marga velta fyrir sér af hverju veiðarnar fara svona fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum. Það er einfalt. Fyrir nokkrum áratugum var mikil herferð á vegum Greenpeace þar sem fólki gafst kostur á að ættleiða hval við Íslandsstrendur. Tugir þúsunda Bandaríkjamanna brást vel við og því ekki að undra þótt þetta fólk vilji ógjarnan vita fjölskyldumeðlim í hættu. Bandaríkjamenn eru bara að verja þegna sína. Rétt eins og arfavitlausir Íslendingar sungu lög um Keikó og fögnuðu honum með óskum um að blessuð skepnan eignaðist nú fjölskyldu. Mér lá við að æla þegar Keikó var sagður hafa eignast vin í höfrungi nokkrum án þess að nokkur benti á að háhyrningar éta allajafna höfrunga og það eina sem kom í veg fyrir að Keikó drægi upp hníf og gaffal var sú staðreynd að búið var að hrista alla sjálfsbjargarviðleitni úr blessuðu dýrinu. Mér finnst ömurlegt að heyra að fólk hér á landi sé að verða svo slítið úr tengslum við náttúruna að það yfirfæri á dýr félagslega siði og venjur mannlegs samfélags. Ég á dýr sem mér þykir áskaplega vænt um og tel mikla persónuleika en mér dettur ekki í hug að dag einn muni tíkin Freyja gifta sig með pompi og prakt og lifa upp frá því vera trú rakka sínum.
2 Comments:
Heyr, heyr!!! Óþolandi þegar fólk manngerir dýrin sín á þennan hátt.
Sakna þín alveg voðalega mikið! Hlakka til að sjá þig eftir viku, elskið mitt. Sko ég er farin að nota sömu orð og þú, allt út af söknuði eftir þér.
Já, ég hata manngerð dýr, s.s. apa í fötum og hundabrúðkaup. Hefði verið gaman að fylgjast með vinskapi Keikós og höfrungsins þróast...eða eins og Hannibal Lecter sagði: I'm having an old friend for dinner..
Skrifa ummæli
<< Home