Ef þú klórar mér skal ég klóra þér
Ég sit við í vinnunni núna og lemst við að klára eins mikið og hægt er af blaðið. Sumt gengur vel og annað verr en það er eins og við er að búast. Freyja kom í vinnuna til mömmu og er búin að fara út að labba á holtinu hér fyrir ofan. Hún telur sjálfsagt að bögga alla sem hér eru með því að biðja þá að klóra sér á mallanum og skilur ekkert í því að fólk skuli ekki taka því fagnandi þegar hún krækir framloppunni í handlegginn á því og togar rösklega í. En svona er lífið og Freyja verður að læra það eins og aðrir að nobody scratches yours unless you scratch theirs.
3 Comments:
Þetta var skemmtileg pæling, en gangi þér vel Steingerður mín með blaðið, nú fer að líða að þessu - !
Kv. Alma
En málið er það að sumir klóra fastar en aðrir.. það hef ég fengið að reyna í viðskiptum mínum við Freyju !
Kettirnir mínir geta tekið undir þetta hjá SSS, enda baðhurðin milli þeirra og Freyju útklóruð (án skemmda þó) ...
Skrifa ummæli
<< Home