þriðjudagur, október 31, 2006

Allt í steik

Við erum að ljúka við að brjóta um fyrsta blaðið. Hér hefur margt gengið á svona eins og venjulega í blaðaútgáfu þegar „deadline“ nálgast. Meðal þess sem kom upp var að ein síða datt út karlamegin. Þar átti að fjalla um steikur en myndirnar voru svo ljótar að við gátum ekki birt þær. Þá varð þetta til:

Hér stóð til að birta steik
en myndin var versta feik.
Steikin varð því að fara.
O svei ‘attan bara.
Hér myndast því bara breik.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home