Lesblinda er smitandi
Sumir minnast þess kannski að ég hef kvartað undan lesblindu hér á þessari síðu. Það hefur einkum gerst í kjölfar þess að mér hafi tekist að lesa einhver orð svo dæmalaust vitlaust að fáum ef nokkrum tækist að leika það eftir. Nú hefur hins vegar sannast að lesblinda af þessu tagi er smitandi. Við keyptum nefnilega pítsu frá Eldsmiðjunni í gær og maðurinn minn kallaði hróðugur upp til mín þegar hann var á leið með kassana í ruslið:„Energi lík. Hér stendur energi lík.“ „Jæja,“ svaraði ég glöð. „Ætli það tákni ekki að jafnvel lík fyllist energí eftir át á Eldsmiðjupítsu.“ „Fyrirgefðu,“ kom að bragði að neðan. „Þetta var engri lík.“
3 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ég kannast við svona lesblindu. Var að fletta einhverju fréttabréfi í vinnunni um daginn og rakst þá á pistil með fyrirsögninni: Skipperrar hittast í Stykkishólmi. Ég hrökk í kút, vissi ekki að til væru sérstakir skipperrar, hvað þá að þeir funduðu reglulega á Vesturlandi. Ég rýndi svo aðeins betur í þetta og sá þá að þarna stóð SkipHERRAR. Ekki næstum því eins spennandi, enda lagði ég blaðið frá mér aftur.
Mágur minn slær mér þó ekki við þegar ég var eitt sinn á leið norður á Akureyri sá ég skilti við veginn þar sem stóð Þristapar. Sagði ég við samferðamann minn; en asnalegt, að skíra bæ Þristapar. Þrístapar, var það fíflið þitt, var svarið.
Magga
Skrifa ummæli
<< Home