miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Vindbelgur og vindbelgingur

Ég var víst eitthvað að tjá mig um það í gær að mér liði eins og sprunginni blöðru. Einhver var svo elskulegur að benda mér á að blöðrur fyndu sennilega ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut hvort sem þær væru útblásnar og bústnar eða sprungnar og loftlausar. Ég verð því víst að finna mér einhvern annan vindbelging að líkja mér við. Því miður dettur mér ekkert annað í hug en Vindbelgjarfjall við Mývatn en líklega er það jafntilfinningalaust og blaðran. Við verðum líklega að nota ímyndunaraflið og rökvísina og segja: Ef blöðrur hefðu tilfinningar fyndist þeim þær sennilega lítils virði eftir að þær hafa sprungið. Það er stórt stökk frá því að vera uppblásin og fallega hnöttóttur að vindlausum gúmmítætlum sem eru til lítillar prýði. Þess vegna má gera ráð fyrir að þeim sem líður eins og sprunginni blöðru finnist hann hafa farið úr miklu í lítið. Jamm og jæja ef þið skiljið þetta ekki, skiljið þið ekki neitt. Skiljið þið það?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home