þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Aldrei of illa farið með góð börn

Alltaf þegar börnin mín halda að þau séu laus undan þeirri áþján að þurfa að þola kveðskap móður sinnar sendi ég þeim örlítinn glaðning. Þetta fengu þau í morgun.

Það var strákur í Timbuktú
sem átti aðeins eina kú.
Hann gaf henni gras
og eftir mikið bras
hann tók fyrir hana trú.

Það var stúlka sem átti kött
og elskaði Hróa hött.
Hún borðaði pítu
og hringdi í Rítu
og tilkynnti: Þú ert brött.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Það var kona í Kópavogi
sem var alltaf í krampaflogi
Hún börnin sín lamdi
meðan vísur hún samdi
og flutti þær svo á innsogi

11:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home