Hið góða við að vera sköllóttur
Veðráttan undanfarið gerir það að verkum að allir dagar eru slæmir hárdagar. Suma daga er svo mikið rafmagn í hárinu á mér að dansar stríðsdans allt í kringum hausinn á mér eða límist fast við andlitið. Þetta er einstaklega aðlaðandi þegar maður stendur úti í búð og reynir að strjúka lýjurnar úr augunum til að geta skrifað undir kreditnóturnar. Það er líka með eindæmum þægilegt að keyra svona. Önnur höndin er ævinlega upptekin við að halda hárinu frá andlitinu. Farsímanotkun undir stýri er barnaleikur miðað við þessi ósköp. Aðra daga hangir hárið líflaust niður og lítur út fyrir að hafa ekki verið þvegið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Já, þessir dagar hafa fært mér heim sanninn um að það bara reglulega notalegt að vera sköllóttur.
2 Comments:
Ég man nú eftir ungum, krúnurökuðum pilti sem hafði á fylleríi gerst fullfrjálslegur með rakstrarvél tvíburanna vina sinna. Þá varð Tuborg en ekki frost til að valda hárleysi. KV: SS.
Láttu mig kannast við vandann. Fiðrið sem loðir við hausinn á mér verður svo rafmagnað í frosti að ekki þyrfti Kárahnjúkavirkjun ef hægt væri að virkja það. Eins kannast ég við hár sem hangir slappt og minnir á dautt þang. Nýtt sjampó hefur þó fyllt mig von, þar sem það er sérhannað fyrir dauðar lýjur. Það setur lyftingu í hárið, svo mikla að einn morguninn vaknaði ég með hár sem hvaða ameríska sápustjarna sem er hefði dauðöfundað mig af. So, there is hope at the end of the tunnel, my dear.
Skrifa ummæli
<< Home