fimmtudagur, september 01, 2005

Viðsjálsgripurinn sonur minn

Viðsjálsgripurinn sonur minn sá við mér og bjargaði rúmfötunum sínum út úr húsinu áður en ég kom heim í gær. Hann laumaðist að saklausri systur sinni, sem ekkert vissi um gíslingar áform mín, og fékk hana til að afhenda sér rúmfötin öll með tölu. Þegar ég staulaðist heim með sérhannaðann stálskáp með sérstökum hólfum fyrir rúmfatagísla var sonur minn á bak og burt með rúmfötin sín. Nú sit ég uppi með eldtraustan, sérstyrktan og borheldan stálskáp sem er 3,20 m á hæð. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við gripinn. Kannski er best að ég færi syni mínum hann að gjöf.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Margar mæður gleðjast ákaflega þegar þær losna smám saman við börnin úr húsinu og geta farið að snúa sér að skemmtilegum verkum sem hafa setið á hakanum, eins og t.d. taumlausu kynlífi.
En þú átt mann úti á sjó ... sem útskýrir þetta á vissan hátt.
Eldtrausta skápinn skal ég taka. Ég get notað hann undir menn sem slysast í heimsókn til mín, t.d. Votta Jehóva, rafmagnsmenn, löggur (ef ég er heppin) og þá sem hringja rangri dyrabjöllu. Þegar maður er kominn á minn aldur verður að taka gæana með valdi!

9:50 f.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Elsku Gurrí mín. Skápurinn er sérhannaður fyrir rúmföt þannig að einu karlmennirnir sem komast í hann eru japanir og dvergar. Aðra þarftu að búta niður og geyma í nokkrum hillum. Þá minnkar nú notagildi þeirra ansi fljótt.

9:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Næ þessu reyndar ekki alveg, hvers vegna átti Andri ekki að fá rúmfötin sín? Er þetta kannski eitthvað Bed clothes obsession syndrome....

Magga.

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ah, ég las mér til og skil nú allt um gíslingu og rúmföt, better luck next time!

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá heldur betur við þér þarna. Ég hef líka heyrt því fleygt að ef þú ætlar að framkvæma glæpi eins rúmfatanapping þá er vissara að tilkynna það ekki fyrirfram.

Andri

11:20 f.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

En viltu skápinn Andri minn?

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ekki ólíklegt að þér verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu suma dagana vegna sérstakra kringumstæðna ... til að geta verndað rúmfatnað Andra og Gunnar fyrir þeim. Svonalagað held ég að ritstjórinn okkar skilji fullvel, enda á hún einn Andra sjálf ... og Andrinn sá á eflaust rúmföt!

10:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home