miðvikudagur, desember 01, 2004

Gott er að vera elegant

Sævar Karl var að senda mér tölvupóst þess efnis að hann væri nýbúinn að taka upp nýja sendingu af Prada stígvélum. Sú staðreynd að Sævari finnst nauðsynlegt að koma þessum tíðindum til mín sem fyrst finnst mér benda til þess að hann veit að ég er bæði smekkkona og ákaflega elegant. Nærri liggur að ég fari og kaupi dýrindið bara til að sanna að svo sé. Af einhverjum ástæðum, sem ég get ómögulega skýrt, en veit að hljóta að vera Freudískar, þá detta mér alltaf í hug auglýsingar um nýorpin egg þegar Sævar sendir mér tilkynningar af þessu tagi. Kannski vegna þess að Prada stígvél eru álíka viðkvæmur varningur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home