Þessar hendur meiða ekki
Árið 1991 skrifaði Susan Faludi um að bakslag væri komið í kvennabaráttuna. Hún færði rök fyrir því að í stað þess að samfélagið þokaðist í jafnréttisátt á Vesturlöndum mættu réttindamál kvenna andbyr sem ekki bara viðhéldi óbreyttu ástandi, heldur beinlínis færði okkur aftur á bak. Kvenréttindakonur víða tóku undir með henni og Gloria Steinem sagði í viðtali að orðið femínismi fengi orðið svipuð viðbrögð og blótsyrði (feminism is a dirty word). Margt bendir til að þessu bakslagi sé nú lokið og jöfn réttindi karla og kvenna þyki aftur verðugur málstaður að berjast fyrir. Hið nýja er þó að karlmenn hafa gerst merkisberar baráttunnar.
Hvergi í heiminum er heimilisofbeldi jafnalgengt og í Bandaríkjunum. Þar í landi verður einhver kona fyrir því á fimmtán sekúndna fresti að kærasti hennar, sambýlismaður eða eiginmaður beiti hana ofbeldi og á tveggja mínútna fresti er konu nauðgað. Þrátt fyrir viðleitni á pólitískum vettvangi til að knýja á um breytingar á löggjöf hefur ekki tekist að vernda konur sem búa við ofbeldi.
Þess er skemmst að minnast þegar kona af íslenskum ættum, Yvette Louise Mosco, var myrt á heimili sínu í Flórída á dögunum. Morðinginn var fyrrverandi sambýlismaður hennar sem konan hafði fengið dæmdan í nálgunarbann. Yfirvöld töldu sig engu að síður ekki geta brugðist við símahótunum hans og öðrum ofsóknum því maðurinn braut ekki nálgunarbannið fyrr en hann braust inn og myrti konuna og særði son hennar.
Þetta er algengt vandamál í Bandaríkjunum og bræður Yvette telja að yfirvöld í heimabæ hennar hafi einfaldlega ekki tekið hana alvarlega né þá ógn sem henni stafaði af manninum.
Þessar hendur meiða ekki
Kynferðisofbeldi birtist ekki eingöngu inni á heimilum heldur eru nauðganir algengar og, líkt og hér á landi, hefur tíðni þeirra aukist í Bandaríkjunum. Þeir Jonathan Stillerman og Patrick Lemmon reka samtökin Men Can Stop Rape. Verkefni þeirra er að ferðast á milli háskóla og fræða nemendur um afleiðingar nauðgana. Samtökin hafa einnig rekið umfangsmikla auglýsingaherferð undir kjörorðinu My strength is not for hurting (Styrkur minn er ekki til að meiða). Samtökin hafa stækkað ört á undanförnum árum og áhugi á starfi þeirra er mjög vaxandi.
Ekki var þörf fyrir samtök Jonathans og Patricks í Vanderbilt háskólanum því þar var þegar til staðar félagsskapur sem kallaði sig Men Promoting a Solution (Karlmenn að leita lausna). Hópurinn var fyrst myndaður þegar karlkynsnemendur skólans fóru að koma í miðstöð kvenstúdenta gegn nauðgunum og spyrja hvað þeir gætu gert til að hjálpa. Þeir buðust til að ganga með símboða svo stúdínur gætu sent þeim skilaboð ef á þær yrði ráðist og þeir þá komið þeim til bjargar. Konurnar í nauðgunarmiðstöðinni gerðu þeim grein fyrir að það leysti engan vanda. Stúlkurnar væru eftir sem áður í hættu og háðar þeim í stað þess að geta gengið frjálsar og óttalausar um háskólasvæðið.
Strákarnir tóku það þá til bragðs að fræða vini sína og tala í sínum hópi gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Þeir ræddu ekki eingöngu við hópa, heldur einnig í einrúmi hver við annan hvar sem tækifæri gafst. Þeir skipulögðu einnig næturgöngu í gegnum háskólasvæðið með skilti sem á stóð Take back the Night (Eignumst nóttina aftur). Í framhaldi af því var öllum karlstúdentum boðið að dýfa höndunum í málningu og stimpla lófafar sitt á hvítt lak. Efst á lakinu stóð stórum stöfum: Þessar hendur meiða ekki.
Kynferðisofbeldi birtist ekki eingöngu inni á heimilum heldur eru nauðganir algengar og, líkt og hér á landi, hefur tíðni þeirra aukist í Bandaríkjunum. Þeir Jonathan Stillerman og Patrick Lemmon reka samtökin Men Can Stop Rape. Verkefni þeirra er að ferðast á milli háskóla og fræða nemendur um afleiðingar nauðgana. Samtökin hafa einnig rekið umfangsmikla auglýsingaherferð undir kjörorðinu My strength is not for hurting (Styrkur minn er ekki til að meiða). Samtökin hafa stækkað ört á undanförnum árum og áhugi á starfi þeirra er mjög vaxandi.
Ekki var þörf fyrir samtök Jonathans og Patricks í Vanderbilt háskólanum því þar var þegar til staðar félagsskapur sem kallaði sig Men Promoting a Solution (Karlmenn að leita lausna). Hópurinn var fyrst myndaður þegar karlkynsnemendur skólans fóru að koma í miðstöð kvenstúdenta gegn nauðgunum og spyrja hvað þeir gætu gert til að hjálpa. Þeir buðust til að ganga með símboða svo stúdínur gætu sent þeim skilaboð ef á þær yrði ráðist og þeir þá komið þeim til bjargar. Konurnar í nauðgunarmiðstöðinni gerðu þeim grein fyrir að það leysti engan vanda. Stúlkurnar væru eftir sem áður í hættu og háðar þeim í stað þess að geta gengið frjálsar og óttalausar um háskólasvæðið.
Strákarnir tóku það þá til bragðs að fræða vini sína og tala í sínum hópi gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Þeir ræddu ekki eingöngu við hópa, heldur einnig í einrúmi hver við annan hvar sem tækifæri gafst. Þeir skipulögðu einnig næturgöngu í gegnum háskólasvæðið með skilti sem á stóð Take back the Night (Eignumst nóttina aftur). Í framhaldi af því var öllum karlstúdentum boðið að dýfa höndunum í málningu og stimpla lófafar sitt á hvítt lak. Efst á lakinu stóð stórum stöfum: Þessar hendur meiða ekki.
Íþróttamenn gegn kynferðisofbeldi
Ofbeldi gegn konum er mjög algengt meðal íþróttamanna í Bandaríkjunum. Tvennt virðist koma til, bæði er samkeppnin svo mikil innan leikvangs og utan að menn eru hreinlega hvattir til að rækta með sér árásargirni og leika að markinu af slíku ofurkappi að ekkert standi í vegi fyrir þeim og einnig eru umræður í búningsklefunum fullar af kvenfyrirlitningu; konur eru hlutgerðar. Don McPherson, fyrrum hafnaboltaleikari, áttaði sig á því hversu hættulegur slíkur hugsunarháttur gat verið þegar hann kynntist konu sem hafði verið nauðgað af fjórum mönnum. Þau sár sem atburðurinn hafði skilið eftir sig á sál hennar urðu til þess að hann ákvað að fara inn í búningsklefana og tala við íþróttamennina og reyna að leiða þeim fyrir sjónir hvað gæti leitt af tali þeirra.
Don viðurkennir hreinskilnislega að hann hafi notfært sér frægð sína og virðingu hinna fyrir hæfni sinni sem íþróttamanns til að ná til þeirra. Meðal þess sem hann bendir mönnum á er að karlmenn njóta ákveðinnar yfirburðastöðu í samfélagslegum skilningi og að öldum saman hafi ofbeldi gegn konum verið viðurkennt af samfélagi okkar.
„Þetta er líkt og rasismi,“ segir Don. „Ef rasismi væri eingöngu mál sem snerti svarta værum við ekki hér. Það var ekki fyrr en hvítt fólk tókst á við hvítt fólk bak við luktar dyr sem málin tóku að breytast. Karlmenn þurfa að takast á við aðra karlmenn bak við luktar dyr svo hægt sé að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi.“
Gættu orða þinna
Á bak við lokaðar dyr búningsklefanna bendir Don sínum mönnum á hvernig kvenfyrirlitning þeirra og hatur í garð kvenna endurspeglist í tungumálinu sem þeir nota. Eftir góðan leik hittist menn á barnum og einn þeirra renni hýru auga til konu. Daginn eftir hópist hinir um hann í klefanum og spyrji: Did you hit it? Did you flip it? Did you slap it? Did you knock the boot? Did you kill it? Sambærilegt á íslensku væri hugsanlega: Negldirðu hana? Skoraðirðu? Gerðir þú hitt? Fórstu alla leið? Don bendir á að með tali sem þessu séu konur hlutgerðar og ofbeldið sem felist í orðunum hvetji karlmenn til að líta á kynlíf sem kappleik þar sem allt snúist um að skora fremur en að taka tillit til hinna leikmannanna. Hann hvetur menn til að áminna þá sem tala svona og láta vita að þeir vilji ekki hlusta á slíkt tal.
Mark Wynn, fyrrum lögreglumaður frá Nashville, tekur í sama streng en hann hefur notað tímann eftir að hann fór á eftirlaun til að fræða fólk um heimilisofbeldi. Mark þekkir afleiðingar heimilisofbeldis af eigin raun en móðir hans mátti árum saman þola misþyrmingar af hálfu sambýlismanns síns. Að lokum er ekki úr vegi að heyra hvað Mark hefur að segja um femínista.
„Mín skilgreining á femínista er að hann sé sá sem leggur sig fram um að vernda réttindi kvenna og ég er mjög hreykinn af því að kalla mig femínista,“ segir hann. „Mér finnst að við ættum öll að vera femínistar.“
Ofbeldi gegn konum er mjög algengt meðal íþróttamanna í Bandaríkjunum. Tvennt virðist koma til, bæði er samkeppnin svo mikil innan leikvangs og utan að menn eru hreinlega hvattir til að rækta með sér árásargirni og leika að markinu af slíku ofurkappi að ekkert standi í vegi fyrir þeim og einnig eru umræður í búningsklefunum fullar af kvenfyrirlitningu; konur eru hlutgerðar. Don McPherson, fyrrum hafnaboltaleikari, áttaði sig á því hversu hættulegur slíkur hugsunarháttur gat verið þegar hann kynntist konu sem hafði verið nauðgað af fjórum mönnum. Þau sár sem atburðurinn hafði skilið eftir sig á sál hennar urðu til þess að hann ákvað að fara inn í búningsklefana og tala við íþróttamennina og reyna að leiða þeim fyrir sjónir hvað gæti leitt af tali þeirra.
Don viðurkennir hreinskilnislega að hann hafi notfært sér frægð sína og virðingu hinna fyrir hæfni sinni sem íþróttamanns til að ná til þeirra. Meðal þess sem hann bendir mönnum á er að karlmenn njóta ákveðinnar yfirburðastöðu í samfélagslegum skilningi og að öldum saman hafi ofbeldi gegn konum verið viðurkennt af samfélagi okkar.
„Þetta er líkt og rasismi,“ segir Don. „Ef rasismi væri eingöngu mál sem snerti svarta værum við ekki hér. Það var ekki fyrr en hvítt fólk tókst á við hvítt fólk bak við luktar dyr sem málin tóku að breytast. Karlmenn þurfa að takast á við aðra karlmenn bak við luktar dyr svo hægt sé að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi.“
Gættu orða þinna
Á bak við lokaðar dyr búningsklefanna bendir Don sínum mönnum á hvernig kvenfyrirlitning þeirra og hatur í garð kvenna endurspeglist í tungumálinu sem þeir nota. Eftir góðan leik hittist menn á barnum og einn þeirra renni hýru auga til konu. Daginn eftir hópist hinir um hann í klefanum og spyrji: Did you hit it? Did you flip it? Did you slap it? Did you knock the boot? Did you kill it? Sambærilegt á íslensku væri hugsanlega: Negldirðu hana? Skoraðirðu? Gerðir þú hitt? Fórstu alla leið? Don bendir á að með tali sem þessu séu konur hlutgerðar og ofbeldið sem felist í orðunum hvetji karlmenn til að líta á kynlíf sem kappleik þar sem allt snúist um að skora fremur en að taka tillit til hinna leikmannanna. Hann hvetur menn til að áminna þá sem tala svona og láta vita að þeir vilji ekki hlusta á slíkt tal.
Mark Wynn, fyrrum lögreglumaður frá Nashville, tekur í sama streng en hann hefur notað tímann eftir að hann fór á eftirlaun til að fræða fólk um heimilisofbeldi. Mark þekkir afleiðingar heimilisofbeldis af eigin raun en móðir hans mátti árum saman þola misþyrmingar af hálfu sambýlismanns síns. Að lokum er ekki úr vegi að heyra hvað Mark hefur að segja um femínista.
„Mín skilgreining á femínista er að hann sé sá sem leggur sig fram um að vernda réttindi kvenna og ég er mjög hreykinn af því að kalla mig femínista,“ segir hann. „Mér finnst að við ættum öll að vera femínistar.“
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home