föstudagur, október 01, 2004

Sjálfsrækt í gróðurhúsi

Ég er á leið á sjálfsræktarnámskeið um helgina. Varla er hægt að hugsa sér betri leið til að halda upp á fjörutíu og fimm ára afmælið en að eyða helginni í hugleiðslu, slökun og annað dekur. Svava systir og Andri ætla að fara í gönguferðir með hundinn og reyna að lífga upp á vistina hjá Evu sem mun verða hundapía um helgina. Ég vona einlæglega að hundurinn éti ekki börnin mín en tel að í sjálfu sér sé það mikið af Svövu að ekki komi að sök þótt það minnki eitthvað. Síðan lofa ég sjálfsræktuðu reporti á mánudaginn.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Það er aldrei til nóg af mér, allir vilja meira meira meira eftir að hafa kynnst mér einu sinni. En annars hef ég nú meiri áhyggjur af því að hundurinn éti saklausa vegfarendur en að hún éti fjölskyldumeðlimina....

11:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home