mánudagur, september 20, 2004

Ég er hópsál

Um helgina komst ég að því að ég er hópsál og líkt og Kaninn segir: I love it. Ég skrapp í sumarbústað með MH-hópnum mínum og það var yfir fisksúpu og samræðum að ég komst að þesari niðurstöðu. Sjáið þið til. Þetta eru konur sem hafa þekkt hvor aðra meira en hálfa ævina og andinn í hópnum er slíkur að þar þarf enginn að skammast sín fyrir neitt, það er hægt að tala um hvað sem er og þótt meðlimir hans hittist ekki svo mánuðum skiptir þá dettur alltaf allt í sama ljúfa farið þegar hann kemur saman. Eru kvennahópar ekki dásamlegir? Samstaðan er yndisleg. Þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun og varð að kveðja stelpurnar mínar þá fann ég hversu glöð ég var að tilheyra þessum hópi og hafa þekkt þær og umgengist svoo óskaplega lengi. Jamm, ég er hópsál og mikið er það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home