föstudagur, september 17, 2004

Túnin á Ítalíu

Ég er á leið upp að Laugarvatni seinna í dag. Það verður gott að komast upp í sveit og horfa á græna akra og fögur tún. Annars þarf víst ekki að fara langt til að njóta græna litarins. Ég minni á hin ódauðlegu orð Skarphéðins frænda míns þegar hann leit út um gluggann í Bólstaðarhlíð 66 og sagði: „Það eru nú tún hérna á Ítalíu.“ Pilturinn hafði nefnilega fengið þá flugu í höfuðið að þau mæðginin væru á leið til Ítalíu vegna þess að ítalskir ferðamenn voru þeim samferða í flugvélinni frá Akureyri. En sem sé það voru grænir balir umferðareyjanna og blettirnir í kringum blokkirnar sem urðu kveikjan að þessari athugasemd sem vissulega ber athyglisgáfu hans vitni.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hin ágætasta síða hjá þér. Þú ættir samt að reyna að setja upp gestabók vegna þess að maður getur aðeins póstað komment nafnlaus ef maður er ekki sjálfur bloggari. Eins virðist sem svo að bloggsíðan sé á öðru tímabelti en við hin hérna á Ítalíu. Kannski eitthvað sem má laga. Annars bara fútúrískt og frábært í senn.

Andri

11:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home