Hreinræktuð gleði
Jæja, ég er komin af námskeiðinu, afslöppuð og fín. Ég er svo ræktuð að ég er hreinræktuð á lífrænan hátt. Þetta var mjög ánægjuleg helgi og ég lærði margt gagnlegt. Meðal þess sem við ræddum á námskeiðinu var hvort tilviljanir væru til eða hvort allt færi eftir fyrirfram ákveðnum brautum. Einkasonur minn á afmæli í dag og ég velti því alvarlega fyrir mér hvort það sé tilviljun að þetta er ein fréttin á mbl.is á afmælisdaginn hans.
Flugvelli lokað vegna suðs í hjálpartæki
Starfsfólk í kaffiteríu vallarins kallaði öryggisverði á vettvang er því þótti ruslafata ein nokkuð grunsamleg vegna titrings sem frá henni varst.
„Suðið í ruslafötunni var nokkuð ógnvekjandi. Við kölluðum á öryggisverði og á næstu mínútu voru allir reknir út úr húsi, starfsfólk og farþegar,“ sagði Lynne Bryant, framkvæmdastjóri veitingastaðarins.
Að sögn lögreglu var tveimur flugvélum á leið til vallarins snúið frá og tafir urðu á því að nýkomnir farþegar úr öðrum vélum fengju töskur sínar. Atvikið átti sér stað í morgun að staðartíma, klukkan 23:15 að íslenskum tíma í gærkvöldi.
Hættuástandi var aflétt eftir um klukkustund en þá höfðu öryggisverðir uppgötvað að um óvenjulegt fullorðinstæki var að ræða. Bryant sagði að þegar horft væri um öxl hafi suðið jú verið nákvæmlega eins og í titrara. Hún sagðist þó ekki sjá eftir að hafa kallað á öryggisverðina. „Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, betra setja öryggið á oddinni,“ sagði hún.
2 Comments:
Hmm, ég verð að velta fyrir mér nákvæmlega hvernig þér tókst að sjá tengsl á milli afmæli sonar þíns og kynlífshjálpartækis í ruslatunnu........... Eru slík tæki það fyrsta sem kemur í hugann ef hann berst í tal ? Weird......
Elsku Svava mín. Þetta hafði ekki beinlínis neitt með tækið sem slíkt að gera heldur þá ótrúlegu tilviljun að þetta var fyrsta frétt sem blasti við þegar ég opnaði vefinn. Ég velti því í framhaldinu fyrir mér hvort í því fælust einhver skilaboð eða hvort það væri tilviljun.
Skrifa ummæli
<< Home