Fischer minn og fleiri dýr
Er ég ein um að finnast umræðan um innflutning Bobby Fischers hingað til lands fáránleg. Skákáhugamenn tala eins og verið sé að flytja enn einn skammtinn af handritum til landsins. Á orðræðu þeirra er helst að heyra að þetta sé „icon“ en ekki maður sem verið sé að pakka niður og senda með ábyrgðarpósti hingað til lands. Aðrir væla mærðarlega um hversu mannúðlegt það sé að taka við þessum ofsóknarbrjálaða og vægast sagt sérvitra gyðingahatara. Fyrst Íslendingar eru skyndilega orðnir svona mannúðlegir þá vil ég leggja til að við snúum okkur næst að því að flytja Saddam Hussein hingað. Hann er víst bæði ofsóknarbrjálaður og siðlaus en líkt og Fischer ku kallinn eiga slatta af seðlum í hinum og þessum bönkum.
1 Comments:
já, það jafnast ekkert á við það að flytja inn geðsjúklinga í hrönnum. Sérstaklega þegar blaðafregnir benda til þess að geðrænum vandamálum hjá börnum og fullorðnum hefur fjölgað á Íslandi. En svo má auðvitað alltaf vona að þessir innfluttu klikkhausar séu nógu geðveikir til að vilja vinna í einhverju af okkar fínu nýju álverum. Ekki einu sinni okkar geðsjúklingar vilja það, en það er þó enn von með þá erlendu.
Skrifa ummæli
<< Home